Wednesday, March 15, 2017

Mjúk karamella

Þegar ég var barn fannst mér ekkert eins gott en þegar mamma útbjó heimagerða karamellu.
Mjúk karamella sem maður borðaði beint úr skálinni með skeið og helst að hafa ískalda mjólk með.
Karamelluna lærði mamma að gera hjá sinni mömmu og að sjálfsögðu hélt ég áfram að útbúa hana á tyllidögum þegar ég flutti að heiman.

Versta við þá karamellu er sú staðreynd að hún er útbúin úr sykri, miklum sykri.
Ég hef mikið saknað þess að fá mér karamellu yfir sjónvarpinu á kvöldin þegar þannig liggur á mér.

Mjúk karamella

150ml rjómi
3msk Fibersirup Gold
2msk ósykrað kakó
ögn af salti


Setjið rjóma, Fibersirup Gold og kakó í pott og látið koma upp suðu. 
Látið malla og hrærið reglulega í þar til karamellan er búin að sjóða niður og farin að þykkjast.
Bætið við smá salti.

Setjið í skál og látið kólna

Frábært þegar maður vill eitthvað sætt yfir sjónvarpinu.
Karamellan hentar einnig vel með öðrum uppskriftum.

1 comment:

  1. Æ það væri svo gott að gera safnað saman uppskriftum sem manni líkar við og geta fundið þær einhvernvegin ;)

    ReplyDelete