Wednesday, May 10, 2017

Lakkrís skyrterta
Ok.....þessi uppskrift varð til í gær í vinnunni.
Að sjálfsögðu breyttist hún svo eitthvað þegar maður var komin heim og byrjaður að blanda saman hráefnum en ég verð að segja að þetta heppnaðist ljómandi vel þó ég segi sjálf frá ;)

Hún er ótrúlega auðveld að útbúa og mæli ég með því að skella í þessa.


Lakkrís skyrterta

Botn

120g möndlumjöl
60g smjör
1msk sukrin gold (má sleppa)
1msk ósykrað kakó
2msk kókosmjöl

Bræðið smjör í potti og bætið svo við rest af hráefnum og blandið vel saman.
Setjið í 20cm silikonform og þrýstið og dreifið jafnt yfir botninn á forminu.
Bakið á 180 gráðum í 5 mínútur og látið kólna.

Fylling

400ml vanillu skyr.is
300ml rjómi
1msk Johan Bulow raf lakkrísduft eða annað lakkrísduft
50g sykurlaust dökkt súkkulaði (má sleppa)
3 matarlímsblöð

Þeytið rjómann.
Hrærið skyrinu við.
Saxið niður súkkulaðið og hrærið út í ásamt lakkrísduftinu.
Bræðið matarlím í potti ásamt 2msk vatni.
Látið kólna örlítið og hrærið varlega við.
Hellið fyllingu yfir botninn og setjið í frystinn í 1.5-2klst.
Fjarlægði tertuna úr forminu á meðan hún er frosin, setjið á tertudisk og geymið í kæli.


Ef þið viljið ekki nota matarlím eða eigið það ekki til, er hægt að sleppa því og setja botninn í eldfast mót og fyllinguna svo yfir.