Wednesday, October 25, 2017

Piparmyntu mokkaÉg er svo mikið jólabarn en ég næ svona að mestu að springa ekki út í jólafagnaði fyrr en um miðjan nóvember. Það var samt ansi fyndið þegar elsti minn hringdi í mig frá Akureyri í gær og maður heyrði í jólalögunum í bakgrunninn. Alveg eins og móðir sín ;)

En þó að jólin eru ekki aaalveg komin þá er samt voða gott þegar veturinn er skollinn á og kuldin farin á stjá að fá sér góðan drykk sem er í stíl við árstíðina.

Hér er uppskrift af einum drykk sem lætur mann hlakka til jóla.


Piparmyntu mokka kaffi

Hráefni

350ml kalt kaffi 
125ml möndlumjólk eða rjómi
 2tsk ósykrað kakó
 2msk sukrin eða 1,5msk sukrin melis
 1/2-1 tsk piparmyntudropar
Aðferð
Setjið allt í blandara og blandið vel saman.
Hellið í tvö glös.
Setjið þeyttan rjóma eða þeyttan kókosrjóma og örlítið af sykrlausu rifnu súkkulaði.
Ef þið viljið þykkari drykk, stráið örlítið af Xanthan gum
 í blandarann með hráefninu, 1/8 af tsk ca.

Tuesday, October 24, 2017

KókoskökurKókoskökur


85g kókosmjöl
25g brætt smjör
20g sukrin melis
1/2tsk vanillu extract eða dropar
1 eggjahvíta.

Blandið öllu saman í skál.
Búið til 10 kúlur og setjið á bökunarpappír.
Fletjið kúlurnar út með fingrum eða gaffli.
Bakið á 175 gráður í 15 mín. eða þar til gylltar.Friday, October 20, 2017

Vanillu ostakaka


Erfitt hefur verið fyrir mig að dröslast inn í eldhús og útbúa eitthvað gott með kaffinu. Ég er alltaf með fullt af hugmyndum af girnilegum mat/eftirréttum en það er víst ekki nóg heldur þarf einnig að framkvæma.
Þar sem það er föstudagur er um að gera að vera í baksturshugleiðingum fyrir helgina.
Hér er uppskrift af sykurlausri vanillu ostaköku. 
Já ég er dáldið mikið fyrir ostakökur ;)VanilluostakakaBotn:

100 g smjör 
120 g möndlumjöl
 2 msk. sukrin gold 


Bræðið smjör í potti ásamt möndlumjöli og sukrin gold. Blandið vel saman.
 Dreifið á bökunarpappír og bakið á 180 gráðum í 5 mínútur eða þar til botninn er orðinn gullinbrúnn. Látið kólna, myljið niður og setjið í springform með bökunarpappír á botninum.


Fylling

200 g rjómaostur
 2 egg - aðskilja rauður og hvítur 
2 dl rjómi 
80 g sukrin gold
 1 tsk. vanilluextrakt
 ½ vanillustöng

Stífþeytið eggjahvítur ásamt fræjum úr vanillustöng. 
Rauðurnar eru þeyttar ásamt rjómaosti, sukrin gold, vanilluextrakti.
 Rjóminn er þeyttur; öllu er blandað saman og dreift ofan á botninn. 
Sett í frysti í 2-3 klst. Skreytið með bræddu súkkulaði eða hnetum.