Wednesday, October 25, 2017

Piparmyntu mokkaÉg er svo mikið jólabarn en ég næ svona að mestu að springa ekki út í jólafagnaði fyrr en um miðjan nóvember. Það var samt ansi fyndið þegar elsti minn hringdi í mig frá Akureyri í gær og maður heyrði í jólalögunum í bakgrunninn. Alveg eins og móðir sín ;)

En þó að jólin eru ekki aaalveg komin þá er samt voða gott þegar veturinn er skollinn á og kuldin farin á stjá að fá sér góðan drykk sem er í stíl við árstíðina.

Hér er uppskrift af einum drykk sem lætur mann hlakka til jóla.


Piparmyntu mokka kaffi

Hráefni

350ml kalt kaffi 
125ml möndlumjólk eða rjómi
 2tsk ósykrað kakó
 2msk sukrin eða 1,5msk sukrin melis
 1/2-1 tsk piparmyntudropar
Aðferð
Setjið allt í blandara og blandið vel saman.
Hellið í tvö glös.
Setjið þeyttan rjóma eða þeyttan kókosrjóma og örlítið af sykrlausu rifnu súkkulaði.
Ef þið viljið þykkari drykk, stráið örlítið af Xanthan gum
 í blandarann með hráefninu, 1/8 af tsk ca.

1 comment: