Friday, October 20, 2017

Vanillu ostakaka


Erfitt hefur verið fyrir mig að dröslast inn í eldhús og útbúa eitthvað gott með kaffinu. Ég er alltaf með fullt af hugmyndum af girnilegum mat/eftirréttum en það er víst ekki nóg heldur þarf einnig að framkvæma.
Þar sem það er föstudagur er um að gera að vera í baksturshugleiðingum fyrir helgina.
Hér er uppskrift af sykurlausri vanillu ostaköku. 
Já ég er dáldið mikið fyrir ostakökur ;)VanilluostakakaBotn:

100 g smjör 
120 g möndlumjöl
 2 msk. sukrin gold 


Bræðið smjör í potti ásamt möndlumjöli og sukrin gold. Blandið vel saman.
 Dreifið á bökunarpappír og bakið á 180 gráðum í 5 mínútur eða þar til botninn er orðinn gullinbrúnn. Látið kólna, myljið niður og setjið í springform með bökunarpappír á botninum.


Fylling

200 g rjómaostur
 2 egg - aðskilja rauður og hvítur 
2 dl rjómi 
80 g sukrin gold
 1 tsk. vanilluextrakt
 ½ vanillustöng

Stífþeytið eggjahvítur ásamt fræjum úr vanillustöng. 
Rauðurnar eru þeyttar ásamt rjómaosti, sukrin gold, vanilluextrakti.
 Rjóminn er þeyttur; öllu er blandað saman og dreift ofan á botninn. 
Sett í frysti í 2-3 klst. Skreytið með bræddu súkkulaði eða hnetum.No comments:

Post a Comment