Thursday, November 2, 2017

Ostakaka með piparkökubragði


Þegar börnin koma með hugmyndir af nýjum uppskriftum þá reynir maður að finna leið til að þær rætist. Dóttirin vildi fá köku með piparkökubragði, helst osta en mátti líka vera skyr.
Mér fannst það bara góð hugmynd og því varð úr þessi uppskrift :)
Eiginmaðurinn stal svo kökunni með í vinnunna og skilst mér að þar hafi hún klárast fljótt :)


Botn

100g smjör
120g möndlumjöl
3msk Sukrin Gold
1msk kanil

Bræðið smjör í potti.
Bætið við öllu hráefninu í pottinn og blandið vel saman.
Setjið í 20 cm silicon eða springform (ef springform, spreyið með olíu eða smyrjið formið með bræddu smjöri fyrst).
Þjappið  botninum vel niður og  aðeins upp með hliðum.

Bakið á 170 gráðum í ca 10-12 mínútur eða þar til gyllt.
Kælið.


Fylling

250g rjómaostur
70g Sukrin Melis
1tsk vanillu extract eða dropar
3dl þeyttur rjómi
3msk Fibersirup Gold
2tsk kanil
1tsk negull
1tsk engifer

Rjómaostur og sukrin melis hrært vel saman. Bætið við vanilla, Fibersirup Gold og kryddi. Í lokin er þeyttur rjómi bætt við og öllu blandað vel saman.


Setjið yfir botninn og frystið í 2- 3 klukkutíma.


No comments:

Post a Comment