Wednesday, August 8, 2018

Hamborgari með sætkartöflu"brauði"

Ég er ekki þessi sem fer á veitingastaði og panta mér hamborgara. Veit ekki, er ekki neitt mikið fyrir borgara en mér finnst samt sem áður heimagerðir borgara mjög góðir. Ektamaðurinn fjárfesti í hamborgarapressu (þær eru nú alls ekki dýrar) fyrir nokkrum sumrum og hefur hún verið mikið notðu á heimilinu. Þegar elsti sonurinn kom svo í byrjun sumars, sonurinn sem er eins og mamma sín og borðar eiginlega ekki hamborgara og tilkynnti að hann fengi svo góða hamborgara heima hjá sér fyrir norðan vorum við fljót að hlusta eftir hvað væri eiginlega öðruvísi en hjá okkur og hvað leyndarmálið væri svo hægt væri að elda hamborgara og fá hann til að borða. Leyndarmálið var kryddostarnir frá MS. Já það er bara sjúklega gott að rífa niður kryddost og blanda við nautahakkið. Við erum núna búin að prófa bæði mexikó og hvítlauk en ég er mjög spennt að smakka með pepperóni og pipar fljótlega.

600g nautahakk
1 kryddostur frá MS eftir smekk
hamborgarakrydd eftir smekk
5 sneiðar af Gottaosti eða annan ost eftir smekk


Rífið niður kryddostinn með rifjárni í skál. Mér finnst gott að rífa niður með rifjárni um ¾ af ostinum, og grófsaxa restina. Blandið vel við hakkið.
Skiptið hakkinu í 5 120g bollur. Mótið hamborgara með höndum eða notið hamborgarapressu.

Skerið niður sæta kartöflu í 10 sneiðar. Reynið að hafa sneiðarnar ekki of þykkar.
Berið hvítlauksolíu á sneiðarnar báðum megin og grillið í ca 7-10 mínútur. Snúið sneiðunum reglulega.


Grillið  hamborgarana í um 2-3 mínútur á hvorri hlið. Bætið við kryddi og osti þegar búið er að snúa hamborgaranum.


Sósa:

100g grísk jógúrt
½-1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1-1½ tsk paprikukrydd

Blandið vel saman

Sejtið á hamborgarann það hráefni sem ykkur líkar best við, tómatar, laukur, paprika, egg, beikon eða hvað það er sem fær bragðlaukana til að ljóma. Sæt karfötflufranskar

Skerið kartöfluna niður í franskar. Dreifið úr þeim á bökunarplötu og bakið á 140 í 35-40 mínútur. Takið þær út og setjið yfir þær olíu og krydd eftir smekk. Blandið vel saman við kartöflurnar og dreifið vel úr þeim aftur og setjið í ofninn og bakið í um 20 mínútur á 200 gráðum.
.

Tuesday, May 29, 2018

Death by chocolate

Þessa köku gerði ég fyrir alnokkru síðan en þegar maður rekur eldhúsið sitt og já heimilið með nokkurskonar skipulögðu kaósi, þá geta uppskriftir týnst eða eins og ég segi að ég geymi hlutina bara á mjög góðum stað sem ég finn ekki í augnablikinu.

En uppskriftina fann ég í bók sem var ofan í skúffu svo þá er bara um að gera að skella henni á bloggið.

Ég vara ykkur við, þetta er bomba, súkkulaðibomba og maður getur ekki mikið af henni en hún er góð, virkilega góð. Ég útbjó tvo botna en það er vel hægt að hafa einn botn og krem yfir.

Mér finnst þessi eiga vel við núna, allavega hér í höfuðborginni. Það er allavega þungt yfir mér þegar ég hugsa um veðrið. Búin að vera í veikindafríi allan maí og gærdagurinn var fyrsti almennilega sumardagurinn og það bara eftir hádegi. Botn (einföld uppskrift)
100 g smjör
70g súkkúlaði (70% eða yfir)
2 egg
1 dl rjómi
2 msk sukrin melis
3-4 msk kakó
1 tsk vanilludropar

Smjör og súkkulaði er sett í pott og brætt. Rjóma bætt við og blandað vel. Egg og sukrin þeytt vel saman og blandað svo við súkkulaðið. Vanilludropar bætt við. Í restina er kakó bætt við. Best að smakka hversu mikið maður vill. Ef súkkulaðibragðið er of ramt (fer eftir hversu mörg % súkkulaðið er) er hægt að bæta örlítið af rjóma við eða smá sukrin.

Ofnin stilltur á 225g og kakan bökuð í 6-10 mín. Hún á að vera blaut í miðjunni. Látið botninn kólna.


Krem

110g smjör
100g rjómaostur
3msk kókos
2msk ósykrað kakó
2msk gott uppáhellt kaffi
4msk Sukrin Melis


Látið smjör og rjómaost ná stofuhita.
Þeytið smjörið vel í nokkrar mínútur og bætið við sukrin melis.
Bætið við rjómaosti og blandið vel saman.
Kaffi, kókos og kakó bætt við.

Smyrjið á neðri botninn.
Kremið er þykkt.
Setjið seinni botninn yfir og skreytið með þeyttum rjóma ef þið viljið

Sunday, March 18, 2018

Tamari möndlur


Að fá sér möndlur í millimál er alltaf gott en stundum langar manni aðeins að breyta til.
Ég útbý stundum "brenndar"kanilmöndlur, lakkrísmöndlur og svo tamarimöndlur. Þær eru í raun mitt uppáhalds því jú ég elska hvítlauksduft :)
Ekki skemmir fyrir hversu auðvelt er að útbúa þær og finnst mér gott að hafa þær í skál í eldhúsinu og hafa þar sem við öll höfum aðgang að þeim og getum laumað nokkrum möndlum upp í okkur hvenær sem er yfir daginn.


Tamari möndlur


100g möndlur
20g tamarisósa
salt
hvítlauksduft

Möndlur settar í skál ásamt tamarisósu og blandað vel saman. 
Dreifið möndlum á bökunarpappír og dreifið örlítið af salti og hvítlauksdufti yfir
eftir smekk hvers og eins.
Bakið á 200 gráðum í 6-8 mínútur
Tuesday, March 13, 2018

Marsipan egg


Ég er mikill nammigrís. Ég elska nammi, ég elska allt sem er sætt.
Hinsvegar hef ég aldrei verið neitt sérstaklega sólgin í páskaegg. Ég get alveg lifað af án þess að fá páskaegg og finnst yfirleitt bara best að fá smá örlítið smakk af eggjum barnanana.

Hinsvegar elska ég konfekt og ég elska marsipan og þessi blanda er sú besta.
Því datt einhvern veginn í hugan á mér að prófa að útbúa konfekt egg fyrir mig þessa páska.
Marsipan egg með mismunandi bragðtegundum.

Ég set hér inn uppskriftir af þeim marsipan eggjum sem ég útbjó en hægt er að gera allskonar útfærslur allt eftir því hvað heillar ykkur og þið eigið til.Grunnuppskrift.


100g hýðislausar möndlur
1 eggjahvíta
2msk Sukrin Melis
2 tappar möndludropar

Setjið möndlunar í blandara eða matvinnsluvél og hakkið þær í fíngert möndlumjöl.
Setjið í skál og bætið rólega við eggjahvítu og Sukrin Melis. Mér finnst gott að hræra möndludropunum við hvítuna. 
Í lokin er bragðefni sem notað er í hverja rúllu blandað vel við marsipanið.
Þegar búið er að blanda þessu öllu vel saman skaltu rúlla í þykka lengu og setja plastfilmu utan um og geyma í kæli.

Skiptið rúllunni í 6-8 bita og rúllið í eggjaform. Geymið í kæli.
Bræðið yfir vatnsbaði eða örbylgju sykurlaust súkkulaði sem þið hjúpið eggin með.

Ekki er þörf á að hjúpa egginn ef maður vill ekki. Þau eru í raun virkilega góð alveg án súkkulaðis.EggjategundirLakkrís og mynta
1msk lakkrísduft frá Johan Bulow. Ég var með raw tegundina
2 blöð af fínsaxaðri myntu (má sleppa)

Appelsínu og heslihnetu
1-2msk safi úr appelsínu
börkur af 1 appelsínu
2msk ristaðar heslihnetur


Súkkulaðismjör
Ég notaði sykurlaust súkkulaðismjör frá Via Health
Setti tvær góðar matskeiðar af súkkulaðismjörinu í sprautupoka og sprautaði
litlar doppur á bökunarpappír. 
Setti svo í frystinn og lét vera þar í ca 2 tíma.

Rúllaði út hreinu marsipani.
Bjó til litla holu í deigbitann. Setti frosinn dropa og setti marsipanið yfir. 
Rúllað í eggjaform og svo hjúpað með súkkulaði.


Aðrar hugmyndir

Chili- saxa niður smátt smá chili
kaffi
lime safi og börkur
Núggatfyllt Hér er uppskrift af sykurlausu
Pistasíu
Þurrkuð ber


Monday, March 12, 2018

Súkkulaðikaka

Um helgina var bakað. Það var mikið bakað. Kannski þess vegna sem ég sit heima núna með kvef og slappleika? Nei segi svona. En er samt ótrúlega ánægð að hafa bakað þessa og eiga enn inn í kæli svo ég get fengið mér á eftir og notið yfir sófakúri og NETFLIX.

Kakan heppnaðist mjög vel en það eina sem ég virkilega klikkaði á var að smyrja formið með smjöri svo kakan kæmi léttilega úr eftir bökun. Mæli semsagt með því.
En hún lúkkaði svo sem ekkert illa svona í myndtöku :)
Súkkulaðikaka100g smjör
3 egg
3,5dl möndlumjöl
2msk rjómi
2dl Sukrin Gold
2-3msk ósykrað kakó
1tsk lyftiduft

Bræðið smjörið.
Setjið allt í skál og blandið með töfrasprota. 
Einnig er hægt að byrja á að þeyta egg og sykur og blandað svo öllu saman en ég er löt ;)

Setjið í form sem búið er að smyrja með smjöri. Mitt form er ca 22cm 
Bakið í miðjum ofni á 170g í ca 15 mínútur.
krem

110g smjör
100g rjómaostur
3msk kókos
2msk ósykrað kakó
2msk gott uppáhellt kaffi
4msk Sukrin Melis


Látið smjör og rjómaost ná stofuhita.
Þeytið smjörið vel í nokkrar mínútur og bætið við sukrin melis.
Bætið við rjómaosti og blandið vel saman.
Kaffi, kókos og kakó bætt við.

Setjið yfir kökuna og stráið yfir kókos.
Friday, March 9, 2018

Panna cotta með bláberjasósu
Panna cotta með bláberjasósu fyrir 4
5 dl rjómi
50 g sukrin
1 stk vanillustöng
½ msk vanilla extract
3 matarlímsblöð

Setjið matarlím í skál með köldu vatni og látið liggja í lágmark 5 mínútur.
Takið vanillustöng, kljúfið og fræhreinsið. Setjið stöngina og fræin í pott ásamt rjóma og bíðið eftir að suða kemur upp. Þegar suðan kemur upp í pottinum, fjarlægið hann af hellunni og fjarlægið vanillustöng. Matarlím er kreyst til að ná afgangs vökva úr og því ásamt sukrin er sett í pottinn og hrært vel í þar til uppleyst.
Hellið í 4 skálar og kælið í u.þ.b. tvo tíma.

Bláberjasósa.
200 g bláber
1 msk vatn
4 tsk sukrin

Skolið bláberin og setjið í pott ásamt vatni og sukrin.
Hrærið vel í og látið berin mýkjast vel í pottinum. Setjið berin í háa dollu eða skál og notið töfrasprota til að mauka berin í sósu.
Látið kólna áður en sett yfir panna cotta. Skreytið jafnvel með heilum berjum.

Wednesday, March 7, 2018

Hrökkbrauð


Mér finnst hrökkbrauð gott. Hinsvegar vil ég alls ekki hafa neitt hveiti eða spelt í mínu og finnst mér oft erfitt að finna þau í verslunum og ef maður finnur það sem maður vill kostar það oft mikinn pening.

Ég prófaði um daginn að útbúa hrökkbrauð sem ég er núna búin að gera nokkrum sinnum. Alltaf jafn gott. Hefur slegið í gegn hjá vinnufélögunum og heimilisfólki.

Best af öllu er hvað það er auðvelt að útbúa. 


35g möndlumjöl
80g sólblómafræ
40g graskersfræ
55g chiafræ
40g sesamfræ
1tsk salt
1msk husk (má sleppa)
250ml sjóðandi vatnHrærið fræjum, salti og huski vel saman. 
Bætið við vatninu og blandið vel saman.
Chiafræin þykkir blönduna á nokkrum mínútum.
Dreifið á bökunarpappír.

Ég stráði smá auka graskersfræ yfir deigið áður en ég bakaði það en það er alls ekki þörf.

Bakið á 150 gráðum neðarlega í ofninum í 45.
Slökkvið á ofninum og látið vera áfram í ofninum í 20 mínútur.

Brjótið hrökkbrauðið niður í bita.

Einnig er hægt að vera búin að skera í brauðið áður en það er bakað.
Tuesday, March 6, 2018

Lakkrískaka

Fyrir þá sem elska lakkrís og allt með lakkrísi mæli ég með þessari köku :)Lakkrískaka

50 g kókoshveiti
110 g sukrin eða sukrin gold
110 g smjör
120 ml kaffi eða vatn. Ég nota kaffi
1 msk sykurlaust kakó
1,5 msk lakkrísduft frá Johan Bulow
3 stór egg
6 msk sýrður rjómi, 
1 tsk vanillu extract eða dropar
1 tsk matarsódi

Sigtið kókoshveiti í skál og bætið við sukrin og blandið vel saman.
Í pott setjið þið smjör, kaffi, lakkrísduft og kakó og bræðið saman og setjið svo í skál með kókoshveiti og sukrin. Hrærið vel saman. Restinni af hráefnum bætt við. Smyrið 20x20 cm form með smjöri og bakið við 200 gráður í um 20 mínútur.

Krem

75g smjör
100g fibersirup Gold
60g sukrin
25g sykurlaust kakó
300ml rjómi
2msk lakkrísduft

75g smjör
100g Fibersirup Gold
60g Sukrin 
25g kakó
300ml rjómi
2msk lakkrísduft


SEtjið smjör og Fibersirup í pott og hitið. Bætið við rjóma og restinni og blandið vel. Látið kólna og setjið svo yfir kökuna.

Monday, February 5, 2018

Fylltar kjúklingabringur með spínati og fetaosti


Fylltar bringur með spínat og fetaosti

4 kjúklingabringur
200 g spínat (ferskt eða frosið)
100 g hreinn fetaostur 
110 g hreinn rjómaostur
1 hvítlauksgeiri
½ tsk salt
1 tsk piparSetjið spínat á heita pönnu ásamt vel söxuðum hvítlauk og steikið í smástund. Setjið spínatið á eldhúspappír og þerrið örlítið. Blandið spínatið við feta- og rjómaostinn og blandið vel. Bætið við kryddinu og hrærið svo blandast vel saman.
Skerið í bringurnar rauf og setjið fyllinguna í. Piprið og saltið eftir smekk .
Bakið við 190°C í 40-45 mínútur.Sætar kartöflur með rósmarín og fetaosti

Skrælið miðlungsstóra sæta kartöflu og skerið í tenginga.
Setjið í eldfast mót og dreifið olíu yfir ásamt pipar, salti og rósmarín eftir smekk.
Bakið við 200°C í 30-40 mínútur. Gott er að hræra tvisvar í kartöflunum á meðan þær eru í ofninum.
Myljið hreinan fetaost yfir kartöflurnar þegar þær eru tilbúnar og teknar úr ofninum.

Tuesday, January 30, 2018

Glúten og hveitilausar vatnsdeigsbollur

Það er ansi langt síðan ég bakaði vatnsdeigsbollur og ákvað ég að skella í einn skammt í kvöld.
Börnin voru virkilega ánægð. Voru ekki alveg sátt við bollurnar beint úr ofninum. Bað þau að hafa smá þolinmæði enda eftir að setja súkkulaði og rjómann svo á milli. 
Það kom dáldið annað hljóð í þau þegar smakkað var aftur. Þau eru bæði búin að panta þessar bollur með sér í skólann á bolludaginn.125 g smjör
250 ml vatn
40 g kókoshveiti
 3 stór stór egg
1 tsk xhantan gum


Smjör og vatn sett í pott og brætt. Kókoshveiti bætt í pottinn og hrært vel saman. Xhantan gum bætt út í og blandað við. Sett í skál og látið kólna. Bæta við eggjum, eitt í einu og hræra vel saman við deigið. 

Nota skeið til að setja deig á bökunarplötu með bökunarpappír á. Bakað með blæstri á 180 gráður í ca 30-35 mínútur.

Þær gætu verið smá blautar að innan. Mér finnst það gott en það er vel hægt að skafa aðeins úr þeim :)

Ég bræði sykurlaust súkkulaði og set ofan á bollurnar.
Á milli var ég með þeyttan rjóma með vanillufræjum í. Ef maður vill hafa rjómann aðeins sætan er hægt að setja smá Sukrin Melis með vanillunni :)

Einnig er sykurlausar jarðarberja og bláberjasulturnar mínar vinsælar og koma vel út á bollunum. Og ef maður vill virkilega gera vel við sig þá er súkkulaðiheslihnetusmjör algjört dúntur ofan á eða á milli :)

Thursday, January 18, 2018

Ostakaka með hindberjasósu


Tengdó kíkti í kaffi til okkar óvænt um daginn. Langaði að bjóða upp á eitthvað gott með kaffinu og úr var þessi uppskrift. Hún er ótrúlega auðveld og fljótlega að útbúa :)
250g rjómaostur hreinn
1,5dl rjómi
3msk Sukrin Melis
1 vanillustöngÞeytið rjómaost, Sukrin Melis og vanillufræ vel saman.
Bætið við rjómanum (óþeyttum) og þeytið þar til blandan er orðin þykk.

Setjið í 4 glös og geymið í kæli.


Hindberjasósa.

130g frosin hindber
1msk vatn


Setjið hindberin ásamt vatni í pott og látið sjóða. Maukið með gaffli berin niður. Börnunum mínum finnst mjög gott að fá sósuna ósætaða en fyrir suma þarf kannski að setja 1msk Sukrin Melis til að draga úr súra bragðinu.

Dreifið yfir ostakökuna og skreytið með nokkrum heilum hindberjum.

Wednesday, January 17, 2018

Sætkartöflubrauð með pekanhnetum


Það hljómar kannski mjög skringilega að baka brauð úr sætum kartöflum, hvað þá köku en það eru ótal uppskriftir að finna á netinu þar sem sætar eru aðal hráefnið.
Amerikanar eru sérstaklega duglegir að baka með sætum.
Ég skoðaði fullt af uppskriftum og setti þessa saman og kom hún bara skemmtilega á óvart.

Ég eiginlega býð spennt eftir að prófa að gera súkkulaðiköku með sætum.
300g sætar kartöflur
4 egg
120ml rjómi
60ml Fibersirup Gold
1tsk vínsteinslyftiduft eða venjulegt
1/2tsk engiferkrydd
1tsk kanil
1/2 bolli kókoshveiti. Ég nota frá Funksjonell
1tsk vanillu extract eða dropar
1msk olía
100g pekanhnetur

Skerið sætu kartöflurnar í litla teninga og setjið í skál ásamt 1/2tsk af kanil og olíu og blandið vel saman.
Dreifið úr á bökunarplötu og bakið við 170 gráður í 30 mínútur.
Setjið helminginn af pekanhnetunum í matvinnsluvél og malið vel niður.
Bætið við sætu kartölfurnar og blandið vel.
Bætið við þurrefnunum.
Í lokin eru egg, rjómi, vanillu extract og Fibersirup Gold bætt við.

Setjið í brauðform. Mér finnst best að nota silikonbrauðform því þá er ekki hætta á að brauðið festist við formið. Ef þið eruð með silikonform, þarf að smyrja formið með smjöri eða olíu.
Grófsaxið afgangin af hentunum og stráið yfir brauðið.
Bakið í 50-60 mínútur eða þangað til tannstöngull eða gaffall kemur hreinn úr brauðinu ef stungið er í það.

.


Sunday, January 14, 2018

Ostakaka með heslihnetum


Um helgina hefur heilinn minn verið að láta ýmsar hugmyndir poppa upp í hugann á mér og þegar það gerist svona sterkt þá er ekkert annað en að koma hugmyndinni á blað og framkvæma hana.

Þessi uppskrift datt í kollinn á mér fyrr í dag. Ég eiginlega varð ekki róleg fyrr en ég var búin að hoppa út í búð og kaupa rjóma og heslihnetur og byrjuð að baka.

Hún heppnaðist bara nokkuð vel þó ég segi sjálf frá og er virkilega einföld að útbúa.

Varðandi súkkulaðismjörið þá er ég með uppskrift af heimagerðu sykurlausu hér, en ég ákvað að prófa að kaupa tilbúið í þetta sinn. Eina vandamálið með búðarkeypt er að þó að það sé sykurlaust eru sætur sem eru kannski ekki þær bestu en mér finnst allt í lagi að nota svona einstaka sinnum ;)


Botn
50g smjör
100g möndlumjöl
40g hakkaðar heslihnetur
(má líka sleppa heslihnetum og hafa bara möndlumjöl)
1-2 msk Sukrin eða Sukrin Gold
1msk ósykrað kakó

Hrærið þurrefnum vel saman.
Bræðið smjör í potti og bætið svo þurrefnum við og blandið vel.

Þjappið í 20cm spring eða silikonform og bakið á 180 gráðum í 6-8 mín.


Fylling
300g rjómaostur
2,5dl rjómi
1/2 stöng af vanillufræjum
30g Sukrin Melis
40g hakkaðar heslihnetur


Hrærðið rjómaosti, vanillufræ og Sukrin Melis vel saman í hrærivél.
Bætið við rjóma (óþeyttan) og hrærið þar til þykkt og vel blandað.
Setjið hnetur út í og blandið við.

Setjið yfir botninn og í frysti í ca. klt.
Ástæðan fyrir að ég set ostakökurnar mínar inn í frysti er sú að ég nota silikonform og ef þær eru smá frystar er auðveldara að fjarlæga þær úr forminu auk þess að smyrja kreminu á.
Smyrjið sykurlausu súkkulaðismjöri yfir og skreytið með heslihnetum.Wednesday, January 10, 2018

Lime ostakaka


Nú styttist í helgina og á meðan ég hef legið heima veik skoða ég gamlar uppskriftir og læt mig dreyma um tíma sem ég var ekki veik og hafði lyst á ljúffengum eftirréttum ;)
Þessi uppskrift finnst mér æðisleg og börnin mín elska ostakökurnar mínar blessunin.
Það sem ég myndi vilja fá einn svona skammt þegar heilsan kemur aftur svo það er aldrei að vita nema ég skelli í þessa uppskrift um helgina.

Lime ostakaka

Fyrir 4-6

Botn:
2,5 dl möndlumjöl
20 g bráðið smjör
1 msk kanill

Fylling:
1,5 dl rjómi
100 g sýrður rjómi 
100 g rjómaostur 
1 lime
2,5 msk Sukrin Gold

Möndlumjöli, bræddu smjöri og kanil blandað saman og hitað í potti á vægum hita. Hrærið reglulega í og passið að brenna ekki.
Börkur af lime er rifinn niður og safi pressaður úr og blandað við.
Rjómi þeyttur.

Sýrður rjómi og rjómaostur þeyttur vel saman og svo blandað varlega við rjómann. 
Setjið í glös, botninn fyrst og svo ostakökuna. Skreytið með smá möndlubotni ofan á og rifnum lime berki.