Thursday, January 18, 2018

Ostakaka með hindberjasósu


Tengdó kíkti í kaffi til okkar óvænt um daginn. Langaði að bjóða upp á eitthvað gott með kaffinu og úr var þessi uppskrift. Hún er ótrúlega auðveld og fljótlega að útbúa :)
250g rjómaostur hreinn
1,5dl rjómi
3msk Sukrin Melis
1 vanillustöngÞeytið rjómaost, Sukrin Melis og vanillufræ vel saman.
Bætið við rjómanum (óþeyttum) og þeytið þar til blandan er orðin þykk.

Setjið í 4 glös og geymið í kæli.


Hindberjasósa.

130g frosin hindber
1msk vatn


Setjið hindberin ásamt vatni í pott og látið sjóða. Maukið með gaffli berin niður. Börnunum mínum finnst mjög gott að fá sósuna ósætaða en fyrir suma þarf kannski að setja 1msk Sukrin Melis til að draga úr súra bragðinu.

Dreifið yfir ostakökuna og skreytið með nokkrum heilum hindberjum.

No comments:

Post a Comment