Sunday, March 18, 2018

Tamari möndlur


Að fá sér möndlur í millimál er alltaf gott en stundum langar manni aðeins að breyta til.
Ég útbý stundum "brenndar"kanilmöndlur, lakkrísmöndlur og svo tamarimöndlur. Þær eru í raun mitt uppáhalds því jú ég elska hvítlauksduft :)
Ekki skemmir fyrir hversu auðvelt er að útbúa þær og finnst mér gott að hafa þær í skál í eldhúsinu og hafa þar sem við öll höfum aðgang að þeim og getum laumað nokkrum möndlum upp í okkur hvenær sem er yfir daginn.


Tamari möndlur


100g möndlur
20g tamarisósa
salt
hvítlauksduft

Möndlur settar í skál ásamt tamarisósu og blandað vel saman. 
Dreifið möndlum á bökunarpappír og dreifið örlítið af salti og hvítlauksdufti yfir
eftir smekk hvers og eins.
Bakið á 200 gráðum í 6-8 mínútur
No comments:

Post a Comment