Wednesday, August 8, 2018

Hamborgari með sætkartöflu"brauði"

Ég er ekki þessi sem fer á veitingastaði og panta mér hamborgara. Veit ekki, er ekki neitt mikið fyrir borgara en mér finnst samt sem áður heimagerðir borgara mjög góðir. Ektamaðurinn fjárfesti í hamborgarapressu (þær eru nú alls ekki dýrar) fyrir nokkrum sumrum og hefur hún verið mikið notðu á heimilinu. Þegar elsti sonurinn kom svo í byrjun sumars, sonurinn sem er eins og mamma sín og borðar eiginlega ekki hamborgara og tilkynnti að hann fengi svo góða hamborgara heima hjá sér fyrir norðan vorum við fljót að hlusta eftir hvað væri eiginlega öðruvísi en hjá okkur og hvað leyndarmálið væri svo hægt væri að elda hamborgara og fá hann til að borða. Leyndarmálið var kryddostarnir frá MS. Já það er bara sjúklega gott að rífa niður kryddost og blanda við nautahakkið. Við erum núna búin að prófa bæði mexikó og hvítlauk en ég er mjög spennt að smakka með pepperóni og pipar fljótlega.

600g nautahakk
1 kryddostur frá MS eftir smekk
hamborgarakrydd eftir smekk
5 sneiðar af Gottaosti eða annan ost eftir smekk


Rífið niður kryddostinn með rifjárni í skál. Mér finnst gott að rífa niður með rifjárni um ¾ af ostinum, og grófsaxa restina. Blandið vel við hakkið.
Skiptið hakkinu í 5 120g bollur. Mótið hamborgara með höndum eða notið hamborgarapressu.

Skerið niður sæta kartöflu í 10 sneiðar. Reynið að hafa sneiðarnar ekki of þykkar.
Berið hvítlauksolíu á sneiðarnar báðum megin og grillið í ca 7-10 mínútur. Snúið sneiðunum reglulega.


Grillið  hamborgarana í um 2-3 mínútur á hvorri hlið. Bætið við kryddi og osti þegar búið er að snúa hamborgaranum.


Sósa:

100g grísk jógúrt
½-1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1-1½ tsk paprikukrydd

Blandið vel saman

Sejtið á hamborgarann það hráefni sem ykkur líkar best við, tómatar, laukur, paprika, egg, beikon eða hvað það er sem fær bragðlaukana til að ljóma. Sæt karfötflufranskar

Skerið kartöfluna niður í franskar. Dreifið úr þeim á bökunarplötu og bakið á 140 í 35-40 mínútur. Takið þær út og setjið yfir þær olíu og krydd eftir smekk. Blandið vel saman við kartöflurnar og dreifið vel úr þeim aftur og setjið í ofninn og bakið í um 20 mínútur á 200 gráðum.
.

No comments:

Post a Comment